*

þriðjudagur, 3. ágúst 2021
Innlent 24. janúar 2017 16:06

FKA fagnar ráðningu Lilju Bjarkar

Stjórn FKA fagnar ráðningu Lilju Bjarkar til Landsbankans ásamt því að benda á formennsku Helgu Bjarkar í bankaráði bankans.

Ritstjórn
Á myndinni eru: Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Herdís Jónsdóttir, Kolbrún Hrund Víðisdóttir, Rakel Sveinsdóttir, Danielle Pamela Neben og Anna Þóra Ísfold. Á myndina vantar Áshildi Bragadóttur stjórnarkonu

Stjórn félags kvenna í atvinnulífinu fagnar ráðningu nýs bankastjóra Landsbanka Íslands, Lilju Bjarkar Einarsdóttur að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá samtökunum.

„Tilkynnt var um ráðningu Lilju Bjarkar í fjölmiðlum í gær en nýverið var Katrín Júlíusdóttir, fyrrum ráðherra og þingmaður, ráðin framkvæmdastjóri Samtaka fjármálafyrirtækja,“ segir í tilkynningunni.

„Þá hefur Birna Einarsdóttir verið bankastjóri Íslandsbanka í 9 ár og formennsku bankaráðs Landsbankans skipar Helga Björk Eiríksdóttir. Þá má geta þess að formaður stjórnar Arion banka er hin sænska Monica Caneman.

Val þessara kvenna til forystu hjá fjármálafyrirtækjum og samtökum, sýnir vel hversu miklum mannauði konur í íslensku atvinnulífi búa yfir.

Stjórn FKA

  • Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, Formaður FKA og forstjóri Grayline
  • Rakel Sveinsdóttir, Varaformaður FKA og framkvæmdastjóri Hringbrautar og Spyr
  • Áshildur Bragadóttir, forstöðumaður Höfuðborgastofu
  • Danielle Neben, ráðgjafi og stjórnarkona Landsbankans
  • Kolbrún Hrund Víðisdóttir, eigandi og stjórnarkona Svartækni
  • Anna Þóra Ísfold, framkvæmdastjóri VitaminDNorth
  • Herdís Jónsdóttir eigandi og framkvæmdastjóri Happy Campers