Árleg viðurkenningarhátíð Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) í gær. Að þessu voru það Hafrún Friðriksdóttir, Edda Sif Pind Aradóttir og Katrín S. Óladóttir sem hlutu verðlaun en alls bárust FKA rúmlega 150 tilnefningar.

Hafrún Friðriksdóttir , framkvæmdastjóri rannsóknar- og þróunarsviðs Teva, hlaut FKA viðurkenningu 2022 sem veitt er fyrir vel unnin störf í þágu atvinnureksturs kvenna eða þeim sem hafa verið konum í atvinnulífinu sérstök hvatning eða fyrirmynd.

Edda Sif Pind Aradóttir , framkvæmdastýra Carbfix, hlaut FKA hvatningarviðurkenninguna árið 2022, sem eru verðlaun fyrir athyglisvert frumkvæði eða nýjung í atvinnurekstri.

Katrín S. Óladóttir , framkvæmdastjóri og einn af eigendum Hagvangs, hlaut FKA þakkarviðurkenning 2022, sem veitt er konu fyrir eftirtektarvert ævistarf sem stjórnandi í atvinnulífinu.

„Ein var í Bandaríkjunum, önnur í einangrun og þriðja í myndver bara svona eins og lífið er í dag,“ sagði Andrea Róbertsdóttir, framkvæmdastjóri FKA, á hátíðinni í gær.

Í dómnefnd Viðurkenningar FKA 2022 sátu:

  • Hulda Ragnheiður Árnadóttir, forstjóri Náttúruhamfaratrygginga Íslands – formaður dómnefndar.
  • Gunnlaugur Bragi Björnsson, samskiptastjóri Viðskiptaráðs.
  • Hermann Björnsson, forstjóri Sjóvá.
  • Jón Þorgrímur Stefánsson, forstjóri NetApp á Íslandi SVP & Global CTO.
  • Tanya Zharov, aðstoðarforstjóri Alvotech.
  • Unnur Elva Arnardóttir, forstöðumaður Skeljungi.
  • Veiga Grétarsdóttir, kayakræðir, fyrirlesari, leiðsögukona og umhverfissinni.