Rúmlega áttatíu konur mættu á stofnfund nýrrar landsbyggðadeildar Félags kvenna í atvinnulífinu (FKA) – FKA Suðurnes – á föstudaginn síðasta.

Fida Abu Libdeh, stofnandi og forstjóri nýsköpunarfyrirtækisins Geosilica sem framleiðir fæðubótaefni úr Kísil, og Guðný Birna Guðmundsdóttir, bæjarfulltrúi og stjórnarformaður HS Veitna, voru í forsvari fyrir stofnun FKA Suðurnesja og nutu stuðnings frá stjórn FKA og framkvæmdastjóra FKA, Andreu Róbertsdóttur.

„Nýsköpun er mikilvæg sem aldrei fyrr fyrir heimsbyggðina sem þarf að finna leiðir til að vera í takt við nýja tíma. Þar verður að endurskoða og endurhugsa margt til að sóa ekki tækifærum eins og hugmyndum og innlögn í framtíðarplönin frá konum. Fyrir liggja sláandi staðreyndir um ólíka forgjöf er kemur að því að nýta sér jafnréttið í nýsköpun og víðar. Í þessu sambandi má nefna að kvennateymi fá örfá prósent (jafnvel í eintölu) af fjármagninu er kemur að fjármögnun í nýsköpun,“ segir í tilkynningu FKA.

Stjórn FKA Suðurnes í stafrófsröð:

  • Anna Karen Sigurjónsdóttir – Sjálfbærnifulltrúi Reykjanesbæjar
  • Eydís Mary Jónsdóttir
  • Fida Abu Libdeh – Frumkvöðull, eigandi og stofnandi GeoSilica
  • Guðný Birna Guðmundsdóttir – Hjúkrunarstjóri, bæjarfulltrúi og stjórnarformaður HS Veitna
  • Gunnhildur Pétursdóttir – lögfræðingur
  • Herborg Svana Hjelm
  • Íris Sigtryggsdóttir – Rekstrarstjóri Byko
  • Rakel Lind Hauksdóttir Michelsen – Fjármála- og fjáröflunarstjóri SOS Barnaþorpa
  • Snjólaug Jakobsdóttir
  • Þuríður Halldóra Aradóttir