Actavis hefur unnið að því síðan í fyrra að færa framleiðslu sína í Dupniza í Búlgaríu yfir í nýja og miklu fullkomnari verksmiðju.

Að sögn Hjördísar Árnadóttur, upplýsingafulltrúa Actavis, leiðir það til einhverrar fækkunar starfsmanna en framleiðsla verður óbreytt.

Gert er ráð fyrir að um 120 starfsmenn missi vinnuna við þetta og hefur það verið tilkynnt til búlgarska vinnumálasambandsins. Um er að ræða ferli sem hófst í fyrra og gert er ráð fyrir að það klárist fyrir lok þessa árs.

„Þarna er verið að færa framleiðslu yf r í fullkomnari verksmiðju. Það ferli mun klárast fyrir lok þessa árs,“ sagði Hjördís.

Nýja verksmiðjan í Dupniza er flaggskip Actavis ásamt nýrri verksmiðju í Serbíu.