Húsleit Skattrannsóknarstjóra hjá Stoðum, sem áður hétu FL Group, í gær fór fram nokkrum mánuðum eftir að stjórnendur Stoða vissu af því að skattayfirvöld hygðust rannsaka félagið. Þetta kemur fram á fréttavef RÚV.

Rannsókn skattstjórans í Reykjavík tafðist vegna þess að Stoðir báðu um frest til að senda skattayfirvöldum upplýsingar, segir í fréttinni.

Samkvæmt heimildum fréttastofu Útvarps hófst rannsókn skattayfirvalda strax í vor eftir FL-Group skilaði ársreikningi þar sem fram komu tölur um háan rekstarakostnað.