*

mánudagur, 2. ágúst 2021
Innlent 17. desember 2007 15:03

FL Group: Breytingar á hlutafé og vægi atkvæða

Ritstjórn

Á stjórnarfundi FL Group hf. þann 14. desember 2007 tók stjórn félagsins ákvörðun um að gefa út nýtt hlutafé að nafnverði kr. 680.272.109, á genginu 14,7, sem seldir verða til fjárfesta í framhaldi af hlutafjárútboði FL Group sem lauk þann 14. desember 2007. Greint var frá þessu í fréttum Kauphallarinnar.

Ákvörðun um hækkunina er tekin í samræmi við heimild í b-lið 4. gr. samþykkta félagsins sem samþykkt var á hluthafafundi félagsins þann 25. september 2007.

Heildarhlutafé félagsins eftir hækkun er kr. 9.925.000.682 að nafnverði.