FL Group [ FL ] er með hlut sinn í Eikarhaldi í sölumeðferð, að því er fram kemur í uppgjörsgögnum fyrir fyrsta ársfjórðung.

Eikarhald er eignarhaldsfélag Eik fasteignafélags. Kaupþing seldi Eikarhaldi fasteignafélagið í lok mars 2007.

Í tilkynningu frá þeim tíma segir að eignarhaldi Eikarhalds sé svo háttað: Baugs Group hf. (22,7%), FL Group hf. (49%), Fjárfestingafélagsins Primus ehf. (10,15%) – í eigu Hannesar Smárasonar forstjóra FL Group - og Saxbygg ehf. (18,15%) sem er í eigu Saxhóls ehf. og Byggingarfélags Gylfa og Gunnars ehf.

_______________________________________

Í fyrri útgáfu af þessari frétt um málið var sagt að FL Group hefði sett Eikarhald í sölumeðferð þann 31. mars. Samkvæmt upplýsingum frá FL Group er það ekki rétt, heldur var Eikarhald sett í sölumeðferð fyrr á árinu. Eignin er merkt í bókhaldi sem eign í sölumeðferð til að koma því á framfæri að hún muni staldra stutt við í efnahagsreikningi félagsins.

Er hér með beðist velvirðingar á þessu.