FL Group hefur fest kaup á 10% hlut í breska félaginu Inspired Gaming Group PLC sem sérhæfir sig í lausnum fyrir afþreyinga- og leikjamarkaðinn. Kaupverðið er 15,3 milljónir punda sem samsvarar tveimur milljörðum króna.
Inspired Gaming Group rekur spilakassa og ýmiskonar leiktæki víðsvegar um Bretland.

Fjárfestingin er í takt við fjárfestingastefnu FL Group í Bretlandi sem miðast við að fjárfesta í afþreyingariðnaði í auknum mæli.

Félagið er skráð á AiM hliðarmarkaðinn í Kauphöll Lundúna og hafa bréf félagsins hækkað um 10,5% frá áramótum.