Á aðalfundi Finnair var samþykkt tillaga um arðgreiðslu upp á 0,1 evru á hlut og kom sú ákvörðun nokkuð á óvart þar sem tap varð af rekstri félagsins á síðasta ári. Lætur nærri að þessi arðgreiðsla færi FL Group 180 milljónir króna en félagið er næst stærsti hluthafi Finnair, næst á eftir finnska ríkinu.

Á aðalfundi átti FL Group 19.893.238 hluti í félaginu eða 22,41 % hlutafjár. Finnska ríkið átti 49.510.682 hluti eða 55,78% hlutafjár. Þriðji stærsti hluthafinn er Odin Norden fjárfestingafélagið með 2,09% hlutafjár. Útgefið hlutafé nemur 88.756.358 hlutum.