Stjórn FL Group hefur ákveðið að gefa út kauprétti að hlutafé í félaginu til lykilsstarfsmanna, segir í tilkynningu til Kauphallar Íslands.

Þetta er í samræmi við yfirlýsingu félagsins í tengslum við nýafstaðið hlutafjárútboð í síðasta mánuði. Alls óskuðu fjárfestar þá eftir að kaupa hlutafé fyrir 33,6 milljarða að söluverðmæti, sem jafngildir 320% umframeftirspurn.

Í tilkynningu félagsins segir að lykilstarfsmönnum sé heimilt að nýta þriðjung kaupréttar á hverju ári í þrjú ár, eða frá 10.nóvember til 10. desember ár vhert og er fyrsta innlausnar tímabil á næsta ári.

Rétturinn er á samningsgenginu 13,6 fyrir öll innlausnar tímabil, sem var útboðsgengi í nýloknu hlutafjárútboði. Samtals nema kaupréttirnir 203 milljónum að nafnvirði.

Eftirfarandi kaupréttir eru veittir neðangreindum fruminnherjum sem teljast til lykilstarfsmanna í félaginu:

Nafn innherja: Albert Jónsson
Tengsl innherja við félagið: framkvæmdastjóri
Fjöldi hluta skv. kaupréttaráætlun: 29.500.000
Fjöldi hluta í eigu fruminnherja: 0
Fjöldi hluta sem fruminnherji á sölurétt að: 0
Fjöldi hluta skv. framvirkum samningi: 0
Fjöldi hluta í eigu fjárhagslega tengdra aðila: 0

Nafn innherja: Jón Sigurðsson
Tengsl innherja við félagið: framkvæmdastjóri
Fjöldi hluta skv. kaupréttaráætlun: 51.500.000
Fjöldi hluta í eigu fruminnherja: 0
Fjöldi hluta sem fruminnherji á sölurétt að: 0
Fjöldi hluta skv. framvirkum samningi: 0
Fjöldi hluta í eigu fjárhagslega tengdra aðila: 0

Nafn innherja: Sveinbjörn Indriðason
Tengsl innherja við félagið: fjármálastjóri
Fjöldi hluta skv. kaupréttaráætlun: 29.500.000
Fjöldi hluta í eigu fruminnherja: 15.500
Fjöldi hluta sem fruminnherji á sölurétt að: 0
Fjöldi hluta skv. framvirkum samningi: 0
Fjöldi hluta í eigu fjárhagslega tengdra aðila: 0

Nafn innherja: Halldór Vilhjálmsson
Tengsl innherja við félagið: framkvæmdastjóri
Fjöldi hluta skv. kaupréttaráætlun: 5.500.000
Fjöldi hluta í eigu fruminnherja: 8.333.556
Fjöldi hluta sem fruminnherji á sölurétt að: 0
Fjöldi hluta skv. framvirkum samningi: 0
Fjöldi hluta í eigu fjárhagslega tengdra aðila: 0

Nafn innherja: Jón Karl Ólafsson
Tengsl innherja við félagið: forstjóri Icelandair Group
Fjöldi hluta skv. kaupréttaráætlun: 18.000.000
Fjöldi hluta í eigu fruminnherja: 7.988.391
Fjöldi hluta sem fruminnherji á sölurétt að: 0
Fjöldi hluta skv. framvirkum samningi: 0
Fjöldi hluta í eigu fjárhagslega tengdra aðila: 0


Nafn innherja: Þorsteinn Örn Guðmundsson
Tengsl innherja við félagið: forstjóri FL Travel Group
Fjöldi hluta skv. kaupréttaráætlun: 18.000.000
Fjöldi hluta í eigu fruminnherja: 5.000
Fjöldi hluta sem fruminnherji á sölurétt að: 0
Fjöldi hluta skv. framvirkum samningi: 0
Fjöldi hluta í eigu fjárhagslega tengdra aðila: 0

Nafn innherja: Þórarinn Kjartansson
Tengsl innherja við félagið: forstjóri Bláfugls hf.
Fjöldi hluta skv. kaupréttaráætlun: 18.000.000
Fjöldi hluta í eigu fruminnherja: 18.750.000
Fjöldi hluta sem fruminnherji á sölurétt að: 0
Fjöldi hluta skv. framvirkum samningi: 0
Fjöldi hluta í eigu fjárhagslega tengdra aðila: 0

Nafn innherja: Magnús Kr. Ingason
Tengsl innherja við félagið: framkvæmdastjóri Fjárvakurs ehf.
Fjöldi hluta skv. kaupréttaráætlun: 5.500.000
Fjöldi hluta í eigu fruminnherja: 7.298.062
Fjöldi hluta sem fruminnherji á sölurétt að: 0
Fjöldi hluta skv. framvirkum samningi: 0
Fjöldi hluta í eigu fjárhagslega tengdra aðila: 0