Ragnhildur Geirsdóttir, forstjóri FL Group, sagðist í hádegisfréttum Ríkisútvarpsins ekki kannast við að innherjaviðskipti hafi verið með bréf í félaginu í gær skömmu áður en tilkynnt var um bestu afkomu í sögu félagsins. Skýringin á gengishækkun bréfanna í gær megi líklega rekja til kaupanna á fraktflugfélaginu Bláfugli í gærmorgun.

Eins og fram kom hjá forstjóra Kauphallarinnar verða viðskiptin með hlutabréf í FL Group könnuð til kanna hvort innherjaviðskipti hafi átt sér stað eða með öðrum orðum að innherjar hafi vitað um góða afkomu og þess vegna fjárfest í bréfunum.