*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Innlent 17. febrúar 2006 10:52

FL Group kaupir hlut í Bang og Olufsen

Ritstjórn

FL Group hf. hefur keypt 8,193% hlut í danska félaginu Bang og Olufsen A/S. Markaðsvirði hlutarins er um 7,5 milljarður króna. Bang og Olufsen samstæðan þróar, framleiðir og selur hljóm- og myndflutningslausnir. Félagið velti um 38 milljörðum íslenskra króna árið 2004 samkvæmt tilkynningu Kauphallarinnar.