*

miðvikudagur, 4. ágúst 2021
Innlent 5. desember 2007 13:36

FL Group kynnir væntanlega hlutafjáraukningu og fasteignakaup fyrir erlendum fjárfestum

Ritstjórn

FL Group mun í dag kynna fyrir erlendum fjárfestu væntanlega hlutafjáraukningu og fasteignakaup.  Á fundinum sem fer fram í gegnum síma mun Jón Sigurðsson, forstjóri FL Group, fara yfir kaup félagsins á fasteignafélögum frá Baugi Group, fjármögnun þeirra og svara spurningum.

Fundurinn hefst klukkan 15:00

Til að taka þátt í símafundinum þurfa þátttakendur að heimsækja síðuna sem

gefin er upp hér að neðan og skrá sig inn til að fá aðgangsorð að fundinum.

Þegar þátttakendur hafa lokið skráningu fá þeir senda staðfestingu og

leiðbeiningar um hvernig hringja eigi inn á fundinn.

https://eventreg1.conferencing.com/webportal3/reg.html?Acc=127820&Conf=152027