*

laugardagur, 31. júlí 2021
Innlent 4. desember 2007 17:03

FL Group lokar skrifstofu sinni í Kaupmannahöfn

Ritstjórn

Samhliða breytingum á rekstri FL Group verður hagrætt í rekstri með lokun á skrifstofu félagsins í Danmörku að því er kemur fram í tilkynningu. Hjá FL Group starfa 5 starfsmenn í Danmörku. Sú starfssemi verður samþætt við skrifstofu félagsins í London, sem er liður í því að hagræða í rekstri og minnka rekstrarkostnað félagsins segir í tilkynningu.

Ljóst er að þær aðgerðir sem ráðist er í núna auki vægi fasteignareksturs félagsins til mikilla muna. 

Í tilkynningu félagsins er haft eftir Jón Sigurðsson, forstjóri FL Group: “Kaupin eru í samræmi við yfirlýsta fjárfestingastefnu félagsins um að auka vægi Private Equity í sínu eignasafni og sjáum við mikil tækifæri í frekari uppbyggingu þessara félaga. Þau skapa einnig gott mótvægi við fjárfestingar okkar í öðrum atvinnugreinum.

Fyrirtækin hafa öll sýnt góðan árangur undanfarin ár og í samvinnu við stjórnendur þeirra munum við leitast við að gera enn betur, enda mörg spennandi tækifæri framundan. Við sjáum einnig mikla hagkvæmni í að fela Landic Property hluta fasteignanna til umsjónar.“