FL Group hefur keypt út aðra hluthafa í Kjarrhólma, sem á 37,57% hlut í Trygginamiðstöðinni, að því er fram kemur í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Fjárfestingafélagið keypti í dag 45% hlut Sunds ehf., 5 % hlut  Imon ehf. og 5% hlut Sólstafa ehf. í Kjarrhólma.

FL Group er  ekki skráð fyrir hlutbréfum í Tryggingamiðstöðinni.

Þorsteinn M. Jónsson er eigandi Sólstafa ehf. og Magnús Ármann er eigandi Imon ehf.

Á sama tíma kaupa þeir fyrir 2,3 milljarða króna í FL Group á genginu 25,7 í gegnum félagið Sólmon. Sólstafir ehf. félag og Imon ehf. eiga hlutaféð í Sólmon ehf. að jöfnu.

Icon ehf. er eigandi 448.487.889 hluta í FL Group og Materia invest ehf. er eigandi 404.411.765 hluta í FL Group. Magnús og Þorsteinn eiga þriðjung hvor í Icon og Materia invest.

Þorsteinn M. Jónsson  og Magnús Ármann sitja báðir í stjórn FL Group.