Greiningardeild Kaupþings segir ekki óvarlegt að áætla að FL Group [ FL ] hafi minnkað markaðsáhættu sína á undanförnum þremur mánuðum um 100 milljarða króna með sölu á eignarhlutum í AMR Corporation, Aktiv Kapital, Commerzbank og Finnair.

"Commerzbank vegur þar þyngst en FL hefur gefið það út að félagið seldi bréf í bankanum fyrir um 55 milljarða króna á fjórða ársfjórðungi 2007 og á þessum fjórðungi," segir greiningardeildin.

Greiningardeild Glitnis telur það jákvætt skref hversu hreinlega og skipulega FL Group gengur til verks við að endurskipuleggja fjárfestingar sínar í samræmi við nýja stefnu.

FL Group tilkynnti í gær um sölu á 13,3% hlut sinn í norska innheimtufyrirtækinu Aktiv Kapital fyrir um 6,3 milljarðar íslenskra króna. Salan hefur neikvæð áhrif á afkomu FL Group á fyrsta ársfjórðungi 2008 sem nemur um 400 milljónum króna.