FL Group hefur tekið þátt í stofnun Unity Investment ehf. (?Unity"), sem mun hafa stöðutöku í skráðum félögum að meginmarkmiði, segir í tilkynningu til Kauphallarinnar.

Sérstaklega verður horft til breskra smásölufyrirtækja í þessum stöðutökum. Eigendur Unity eru FL Group með 37,5% hlut, Baugur Group með 37,5% hlut og Kevin Stanford með 25% hlut.

Í tilkynningunni segir að ákvörðun um stofnun félagsins kemur eftir vel heppnaða fjárfestingu framangreindra aðila í Marks & Spencer fyrr á þessu ári. Félaginu verður stýrt frá Íslandi.

?Við erum ánægð með að taka þátt í þessu fjárfestingarfélagi og höfum trú á að þetta sé aðeins fyrsta skrefið í átt að búa til sterkt félag sem sækja mun frekar fram í fjárfestingum í skráðum félögum. Möguleikarnir eru sannarlega til staðar," segir Hannes Smárason forstjóri FL Group í tilkynningunni.

Eigendur Unity hafa lagt fjárfestingar sínar í breskum félögum inn í félagið. Áætlaður eignarhlutur í Unity í þessum félögum er:
- French Connection 20%
- Moss Bros 28,5%
- Woolworths 12%

Hlutur framangreindra aðila í félögunum er enginn, eftir stofnun Unity.