FL Group hefur stofnað sérstakan fjárfestingasjóð sem fjárfesta mun í mögulegri útrás og velgengni íslenskra tónlistarmanna. Þessi sjóður er gjörólíkur styrktarsjóðum í eðli sínu og umfangi, fyrsti sjóður sinnar tegundar hér á landi og að baki honum liggur mikill metnaður segir í frétt félagsins.

Til að kynna sjóðinn og þau verkefni sem hann hyggur á, hefur verið boðað til blaðamannafundar mánudaginn 9. október kl. 11 í Listasafni Reykjavíkur sem er einmitt að hefjast núna. Viðstaddir verða Hannes Smárason forstjóri FL Group, Tryggvi Jónsson framkvæmdastjóri Tónvíss, Einar Bárðarson eigandi Concert, og þeir listamenn sem ákvörðun hefur verið tekin um að sjóðurinn vinni með í fyrsta áfanga.