Stjórn Flögu Group tilkynnti í gær að félagið hefur ákveðið að færa virðisrýrnun á viðskiptavild sem mun hafa verulaga neikvæð áhrif á afkomu fjórða ársfjórðungs og ársreikning ársins 2007.

Áætlað er að færa virðsirýrnun að upphæð um það bil USD 11,5 milljónir á viðskiptavild í tengslum við kaup Flögu á Medcare Systems U.S. árið 2002 (nú þekkt sem Embla Systems). Virðisrýrnun verður ekki færð á viðskiptavild sem tengist kaupum félagsins á Sleeptech árið 2004 er mun sem fyrr verða meðal eigna á efnahagsreikningi félagsins.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá félaginu.