Forræði yfir Hraðfrystistöð Þórshafnar er komið í heimabyggð með kaupum Fræs ehf. (Þórshafnarhreppur) og Svalbarðshrepps á hlut Samherja í Hraðfrystistöðinni og í tilefni af þeim merku tímamótum var flaggað við skrifstofur hreppsins í morgun.

Í frétt inni á heimasíðu Þórshafnarhrepps er bent á að atvinnumál hafa verið mikið í umræðunni síðustu mánuðina; "...og ætti nú þeirri óvissu sem verið hefur um framtíð H.Þ að vera eytt , og efalaust munu margir draga andann léttar og horfa fram á bjartari tíð í atvinnumálum á svæðinu," segir í fréttinni.