Eins og áður hefur verið greint frá þá hyggst verslunarrisinn H&M opna útibú á Íslandi á komandi mánuðum. Íslendingar hafa löngum farið í verslunarferðir erlendis, þar sem að oftar en ekki vörur H&M fá að fljóta með í verslunartöskum. Í grein Mbl.is , kemur fram að H&M muni opna flaggskipsverslun sína á Íslandi í byrjun september á næsta ári.

Þar kemur einnig fram að búðin verði 4.000 fermetrar, því er ljóst að verði nóg verslunarrými í búðinni. Á vef Mbl, er haft eftir Sturlu Gunnari Eðvarssyni, framkvæmdastjóra Smáralindar, að verslun H&M verði svokölluð „flaggskipsverslun“ (e. flag ship store), en það þýðir að búðin verði aðalverslun keðjunnar og þar með stærri en aðrar á viðkomandi stað.