*

mánudagur, 17. júní 2019
Innlent 14. júní 2014 09:45

Flakkar með fjölskylduna

Guðmundur Pálsson stefnir á tíu mánaða ferðalag um Evrópu með eiginkonu sinni og fjórum börnum.

Ritstjórn
Haraldur Guðjónsson

Þegar margir undirbúa hefðbundin sumarfrí er fjölskylda í Vesturbænum að undirbúa nokkuð óhefðbundið flakk um Evrópu. Guðmundur Pálsson, dagskrárgerðarmaður hjá RÚV og tónlistarmaður, mun leggja af stað í tíu mánaða ferðalag um Evrópu með eiginkonu sinni og fjórum börnum. Ferðin hefur verið lengi í undirbúningi enda þarf að huga að mörgu.

„Við förum með bílinn yfir með ferjunni og keyrum svo suður á bóginn. Við förum af stað í október og komum vonandi til baka næsta sumar. Við höfum rosalega gaman af því að ferðast saman og fjölskylduferðalög eru mjög skemmtileg. Við erum búin að hugsa um þetta lengi og búin að safna fyrir þessu mjög lengi. Það tekur nokkur ár að safna fyrir svona ferð. Það er ennþá í vinnslu hvert við förum. Okkur langar að stefna til Krítar. Það tekur auðvitað marga daga að koma sér niður eftir. Við munum síðan heimsækja vini á leiðinni og stoppa. Síðan er hugmyndin að vera á Krít í einn til tvo mánuði og leigja íbúð eða hús og fikra okkur svo aftur upp,“ segir Guðmundur.

Nánar er rætt við Guðmund í Eftir Vinnu blaði Viðskiptablaðsins sem kom út 12. júní 2014. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð.

Stikkorð: Eftir vinnu
25 ára afmælistilboð VB – 50% afsláttur af áskrift

Afmælistilboð VB

Viðskiptablaðið er 25 ára og af því tilefni býðst nýjum áskrifendum að kaupa áskrift á 50% afslætti.
Afmælisverðið er aðeins 2.500 krónur.

Tilboðið er fyrir nýja áskrifendur. Núverandi áskrifendur geta bætt við sig áskrift á þessu verði. Gildir í 4 mánuði. Áskrifendur fá Viðskiptablaðið, Frjálsa verslun og Fiskifréttir sent ásamt vefaðgangi að vb.is og fiskifrettir.is