*

mánudagur, 6. apríl 2020
Innlent 19. febrúar 2020 14:44

Flatey í Garðabæ

Flatbökustaðurinn Flatey Pizza mun opna á Garðatorgi í Garðabæ í byrjun sumars.

Ritstjórn

Flatbökustaðurinn Flatey Pizza mun opna á Garðatorgi í Garðabæ í byrjun sumars, gangi allt samkvæmt áætlun. Sindir Snær Jensson, einn eigenda Flateyjar staðfesti þetta í samtali við Vísi.

Húsnæðið sem mun koma til með að hýsa staðinn er að Garðartorgi 6, en asíski veitingastaðurinn Nü Asian fusion var áður í rýminu. 

Umræddur staður verður þriðji Flateyjarstaðurinn. Fyrsti staðurinn opnaði úti á Granda árið 2017 og í lok árs 2018 var annar staður opnaður í Hlemmi mathöll. 

Sindir segir í samtali við Vísi að útlit nýja staðarins á Garðartorgi verði svipað og það er á staðnum úti á Granda, en þó verði lögð meiri áherslu á „take-away“ þjónustu á veitingastaðnum í Garðabænum. 

Stikkorð: Garðabær pizza Flatey