Næststærsti framleiðandi LCD-skjáa í heimi, LG Display Co, segist þurfa að minnka framleiðslu um 10% vegna minnkandi eftirspurnar á heimsvísu.

Fyrirtækið sagði ekki hvað áætlaður hagnaður eða tap af aðgerðunum er mikill. Stærstu framleiðendur LCD skjáa í heimi hafa skilað góðum hagnaði á fyrri helmingi ársins en búast við að hann dragist mikið saman seinni hluta árs.

Eftirspurn eftir LCD sjónvörpum og tölvuskjáum mun á næstunni minnka, að því er talið er.

Þetta kemur fram í frétt Reuters.