Arna Kristín Einarsdóttir var nýverið ráðin framkvæmdastjóri Sinfóníu­hljómsveitar Íslands til næstu fjögurra ára. Hún er fyrsta kon­an til að gegna starfinu en hún tekur við af Sigurði Nordal.

Arna Kristín hefur frá árinu 2007 verið tónleikastjóri Sinfóníuhljómsveit­arinnar. Hún hefur einnig verið flautuleikari í sveitinni. Sem tón­leikastjóri hefur hún haft umsjón yfir rekstri tónleikasviðs og sinnt samskiptum við erlendar umboðs­ skrifstofur.

Arna Kristín er gift Hilmari Þorsteini Hilmarssyni, grafískum hönnuði og einum eigenda auglýsingastofunnar Jónsson & Le’macks. Börn þeirra eru Steinunn Halla, 20 ára, Hilmar Starri, 9 ára, og Styrmir Örn, 3 ára.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð .