*

föstudagur, 5. júní 2020
Erlent 26. apríl 2015 14:04

Fleiri afkomuviðvaranir

Afkomuviðvörunum fór fjölgandi hjá skráðum fyrirtækjum í Bretlandi á fyrstu þremur mánuðum ársins.

Ritstjórn

Afkomuviðvaranir hjá skráðum fyrirtækjum í Bretlandi hefur fjölgað á fyrstu þremur mánuðum ársins þrátt fyrir efnhagslegan bata. Samtals voru 77 afkomuviðvaranir á þessum þremur mánuðum, þremur fleiri en á sama tíma í fyrra. Þetta kemur fram í skýrslu frá ráðgjafafyrirtækinu EY. Þetta er hærri tala en búist var við en hækkunina má rekja til lækkunar á olíuverði sem hafði áhrif á 16 fyrirtæki, þar af átta olíu og gas fyrirtæki. Verð á olíu hefur fallð um 40% frá síðasta sumri og núna kostar tunnan 65 dali. Í ársbyrjun var verðið undir 50 dölum.  Þetta kemur fram á vef breska ríkisútvarpsins. 

Einnig kemur fram í skýrslu EY að að aukin samkeppni væri einnig orsök fleiri afkomuviðvarana. Meira en 20% voru vegna aukinnar samkeppni og lækkandi verðs.  

 

Stikkorð: Olíuverð EY