Ríflega fimmtungur Íslendinga óttast mikið að smitast af Covid 19 veirunni frá Wuhan í Kína, en nær fjórir af hverjum tíu óttast það lítið og sama hlutfall óttast það hvorki mikið né lítið samkvæmt nýjum Þjóðarpúlsi Gallup .

Þegar sömu spurningar var spurt í lok janúar og byrjun febrúar sögðust fleiri en nú óttast lítið að smitast, eða nær helmingur.

Fórir af hverjum tíu hafa miklar áhyggjur af heilsufarslegum áhrifum Covid 19 á Íslandi en þrír af hverjum tíu hafa litlar áhyggjur af þeim og svipað hlutfall hefur hvorki miklar né litlar áhyggjur af þeim.

Töluvert fleiri, eða nær sjö af hverjum tíu, hafa miklar áhyggjur af efnahagslegum áhrifum Covid 19 á Íslandi á meðan færri en einn af hverjum tíu hefur litlar áhyggjur af þeim og ríflega fimmtungur hefur hvorki miklar né litlar áhyggjur af þeim.