Samkvæmt nýrri könnun, sem Gallup gerði fyrir Viðskiptablaðið, eru fleiri andvígir upptöku evru en hlynntir.

27,2% íslendinga segjast mjög andvígir upptöku evru á með­ an 17,4% segjast frekar andvígir. 17,5% segjast hins vegar hvorki andvígir né hlynntir upptöku gjaldmiðilsins. Þá segjast 21,2% vera frekar hlynntir upptöku evru en 16,6% mjög hlynntir.

Þetta þýð­ir að af þeim sem taka afstöðu til þess hvort þeir séu hlynntir eða mótfallnir evrunni eru 54,1% Íslendinga mótfallnir henni en 45,9% hlynntir.

Benedikt Jóhannesson, stofnandi Viðreisnar, segir í samtali við Við­ skiptablaðið að þessar niðurstöð­ ur komi sér ekki á óvart. „Þessi mál hafa lítið verið í umræðunni upp á síðkastið.“ Hann segir að afstaða manna sveiflist allmikið eftir því hvort gjaldmiðlamál séu í brennidepli. Þannig hafi mun fleiri verið fylgjandi upptöku evru í kjölfar hruns heldur en nú.

Athygli vekur að konur eru töluvert líklegri en karlar til þess að vera andsnúnar því að evra verði tekin upp sem gjaldmiðill. Þannig eru 54% konur andsnúnar því en einungis 36% karla. 31% kvenna segist vilja taka upp evru en 44% karla.

Svarendur voru spurðir hvort þeir væru hlynntir eða andvígir upptöku evru sem gjaldmiðils á Íslandi. Svarmöguleikarnir voru mjög hlynntur, frekar hlynntur, hvorki né, frekar andvígur og mjög andvígur.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu sem kom út í dag. Áskrifendur geta nálgast pdf-útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .