Í fyrra höfðu 3.400 manns verði atvinnulausir í 12 mánuði eða lengur. Það nefnist langtímaatvinnuleysi, samkvæmt skilgreiningu Hagstofunnar. Þetta jafngildir því að rétt rúmur fjórðungur atvinnulausra, 26,5% hafi verið án atvinnu í meira en ár. Til samanburðar var 2.800 manns í þessum hópi atvinnulausra.

Þetta kemur fram í upplýsingum Hagstofunnar um atvinnumarkaðinn.

Atvinnuleysi mældist 7,1% í fyrra. Meirihluti atvinnulausra voru líkt og fyrri ár á aldrinum 16 til 24 ára.

Í upplýsingum Hagstofunnar kemur sömuleiðis fram að af þeim sem voru atvinnulausir í fyrra voru að jafnaði 2.400 manns búnir að vera án atvinnu í 1 til 2 mánuði. Það jafngildir tæpum fimmtungi atvinnulausra. Það er fjögur hundrum færri en árið á undan.