Fjöldi titla prentaðir hér á landi af bókum í Bókatíðindum Félags íslenskra bókaútgefenda í ár er 377 talsins. Hlutfall prentaðra bóka hér á landi er því 59,1% en var 62,6% árið 2013. Þetta kemur fram á vefsíðu Samtaka iðnaðarins en Bókasamband Íslands gerði könnun á prentstað íslenskra bóka.

Heildarfjöldi prentaðra bókatitla er 638 í Bókatíðindum en var 704 árið 2013 sem er um 10% fækkun titla. Stór hluti barnabóka eða 66% er prentaður erlendis en er það meðal annars vegna þess að samprent er algengt í útgáfu barnabóka. Einungis 13% af skáldverkum, íslenskum og þýddum er prentuð erlendis.