Eins og flestir Íslendingar hafa fundið fyrir á einn hátt eða annan, hefur ferðamönnum fjölgað gífurlega á síðustu árum. Þetta gerir bandaríska vefritið Vox að umfjöllunarefni sínu. Flestir ferðamenn sem koma til Íslands eru Bandaríkjamenn.

1,6 milljón ferðamanna

Í grein Vox, er bent á þá staðreynd að 1,61 milljón ferðamenn hafi heimsótt land íss og eldar það sem af er ári. Árið 2010 heimsóttu um 51 þúsund bandarískir ferðamenn Ísland en árið 2016 þá hefur sú tala skotist upp í 325 þúsund manns, það sem af er ári. Það þýðir að öllum líkindum þá verða Bandaríkjamenn sem sækja Ísland heim fleiri en Íslendingar. Samkvæmt nýjustu tölum er íbúafjöldi Íslands 332 þúsund.

Eyjafjallajökull kom okkur á kortið

Blaðamenn Vox rekja nokkrar ástæður þessarar gífurlegu fjölgunar Bandaríkjamanna. Þeir nefna meðal annars eldgosið í Eyjafjallajökli, sem hafi komið Íslandi á kortið, að Ísland væri öruggur staður, samanborið við marga aðra staði í Evrópu og að náttúrufegurð landsins væri tilvalin fyrir „Instagram kynslóðina.“