Á föstudag lokuðu yfirvöld í Bandaríkjunum þremur bönkum. Bandaríska alríkisstofunin Federal Deposit Insurance Corporation (FDIC), tók yfir innistæður þeirra en skilyrði fyrir því er að bankarnir hafi tryggingu hjá stofnuninni. Alls hafa 132 bankar verið teknir yfir það sem af er ári af stofnuninni sem veruleg fjölgun miðað við sama tíma í fyrra en þá höfðu 99 bankar verið teknir yfir.