Könnun MMR um traust til stofnana var framkvæmd dagana 26.október til 4.nóvember 2015 og var heildarfjöldi svarenda 961 einstaklingar 18 ára og eldri.

Lögreglan nýtur áfram mesta traustsins af öðrum stofnunum samfélagsins. 75,5% aðspurðra segjast bera frekar eða mjög mikið traust til lögreglunnar, meðan 10,9% sögðust bera frekar eða mjög lítið traust til lögreglunnar.

Sérstaklega ber að nefna þá staðreynd að samkvæmt könnuninni bera fleiri aðspurðra traust til Evrópusambandsins, eða 22,6%, en ríkisstjórnarinnar - 18,8% - og stjórnarandstæðunnar, 19,5%. 60,3% aðspurðra segjast bera frekar eða mjög lítið traust til ríkisstjórnar Íslands. 13,6% segjast segjast bera frekar eða mjög mikið traust til Alþingis.

Fáir treysta fjölmiðlum

Traust til Háskóla Íslands og Reykjavíkur hefur minnkað frá 2014, en 64,6% aðspurðra segjast bera frekar eða mjög mikið traust til Háskóla Íslands, en 52,9% til Háskóla Reykjavíkur.

Ríkisútvarpið nýtur trausts 49,2% aðspurðra meðan fjölmiðlarnir sem heild eiga traust 11,1% aðspurðra. 48,7% segjast bera frekar lítið eða mjög lítið traust til fjölmiðlanna.

Sérstaklega kemur bankakerfið og fjármálaeftirlitið illa út úr könnun MMR, en 70,6% segjast treysta bankakerfinu frekar eða mjög lítið, og 61,1% Fjármálaeftirlitinu.