Aukinn fjöldi Breta hefur sótt um þýskan ríkisborgararétt, en í fyrra ákvað Bretland að ganga úr Evrópusambandinu. Þýsk stjórnvöld veittu 2.865 Bretum ríkisborgararétt í fyrra samanborið við 600 árið áður samkvæmt tilkynningu frá Hagstofu Þýskalands.

Lágt hlutfall Breta, eða um 3,9 prósent, sem hafa búið í Þýskalandi síðastliðin tíu ár hafa sótt um ríkisborgararétt, því gætu enn fleiri Bretar sótt um ríkisborgararétt í Þýskalandi á næstu misserum. Bretland gengur formlega úr Evrópusambandinu í mars 2019 og er þessi fimmfalda aukning á umsóknum á ríkisborgararétti líklega til marks um það að margir Bretar vilji búa innan sambandsins.