Greint var frá því í Viðskiptablaðinu á fimmtudag að Kristján Arason væri hættur störfum hjá N1, en þetta eru ekki einu breytingarnar sem orðið hafa á íslenska olíumarkaðnum nýlega.

Í lok apríl var greint frá því í Viðskiptablaði Morgunblaðsins að hjónin Svanhildur Nanna Vigfúsdóttir og Guðmundur Örn Þórðarson, sem eiga um 92% hlut í Skeljungi, hefðu ákveðið að selja allan hlut sinn í olíufélaginu. Viðræður við framtakssjóðinn SÍA II, sem er rekinn af sjóðsstýringarfyrirtækinu Stefni, eru langt komnar og búið að semja um helstu atriði miðað við frétt Morgunblaðsins.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið hér .