Árið 1995 varð Ítalía fyrsta landið til þess að vera í þeirri stöðu að fleiri íbúar þess væru 65 ára eða eldra heldur en yngra en 15 ára.

En árið 2030 er áætlað að 56 lönd í heiminum verði í þeirri stöðu, og það verða eins ólík lönd og Nýja Sjáland og Georgía.

Sama þróunin í mjög ólíkum löndum

Þetta kemur fram í rannsóknum Joseph Chamie sem hefur rannsakað lýðfræðilega þróun áratugum saman, lengst af fyrir Sameinuðu Þjóðirnar.

Bar hann saman fólksfjöldaþróun út um allan heim og segir hann að það séu ekki einungis iðnvæddar þjóðir eins og Japan og Þýskaland sem horfa fram á þessa erfiðu stöðu. Árið 2020 verður það ár sem þjóðir eins og Kúba og Suður Kórea lenda í þessari stöðu, fimm árum síðar verður Taíland komið í þessa stöðu sem og Bandaríkin.

Íbúar jarðar eru að eldast

Jafnframt býst hann við að jarðarbúar sem heild verði kominn í þessa stöðu árið 2075.

Lýðfræðingar hafa áhyggjur af því að minnkandi vinnuafl muni ekki geta staðið undir lífeyriskostnaði hinna eldri. Fyrir nokkrum árum voru um 10 vinnandi manns fyrir hver eftirlaunaþega, en það gæti minnkað niður í það sem er nú í Ítalíu þar sem einungis 3 þurfa að halda uppi sérhverjum eftirlaunaþega.

Eftir því sem lengra lýður því erfiðara verður að taka ákvarðanir um niðurskurð, minnkun bóta eða hækkun skatta. „Það er ekki hægt að fella úr gildi lögmál lýðfræðinnar,“ segir Chamie.