Ólafur Þór Ágústsson, framkvæmdastjóri Golfklúbbsins Keilis, segir að veðrið hafi haft áhrif á golfiðkun Íslendinga í sumar.

„Smærri mót, t.d. sem fyrirtæki halda fyrir starfsmenn, eru mun færri í ár en í fyrra, en allt í allt erum við að vinna hálfgerðan varnarsigur. Erlendum gestum hefur fjölgað mikið hjá okkur frá árinu á undan. Keilir hefur fengið mjög góða umfjöllun erlendis, var t.d. valinn einn af 100 bestu völlunum utan Bretlands, og er því einn af tveimur fyrstu íslensku völlunum sem erlendir gestir velja. Tekjur af vallargjöldum hafa því haldist í núlli á milli ára,“ segir Ólafur.

Líkt og Garðar segir hann þó erfitt að bera sig saman við árin á undan, því sumrin þá voru einstaklega góð.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan.