Alger viðsnúningur hefur orðið í atvinnulífi á Suðurnesjum og segir Morgunblaðið að einum erfiðasta kafla í atvinnumálum svæðisins á síðari tímum sé að ljúka.

Brotthvarf varnarliðsins árið 2006 og efnahagshrunið 2008 léku Suðurnesjamenn grátt og jókst atvinnuleysið verulega. Vinnumálastofnun segir að það hafi mest farið upp í 15% í febrúar 2010. Í ágúst síðastliðnum var það um 5,3%.

Árni Sigfússon segir í samtali við Morgunblaðið að lækkanddi hlutfall atvinnulausra sé einkar jákvætt í ljósi þess að íbúum á Reykjanesi sé tekið að fjölga á ný.

Hjörtur Árnason, hótelstjóri Gistiheimilis Keflavíkur á Ásbrú, segir mikil tækifæri í ferðaþjónustu á svæðinu. Einkum í 2-3ja daga skoðunarferðum um Reykjanes.