Bandaríski afþreyingarisinn Walt Disney skilaði hagnaði upp á 1,39 milljarða dala eða sem svarar til 170 milljarða íslenskra króna, á síðasta ársfjórðungi, sem var sá fjórði í rekstrarári félagsins. Þetta er 12% aukning á milli ára. Þetta er nokkuð yfir væntingum markaðsaðila. Hagnaður á hlut nam 77 sentum samanborið við 68 sent á hlut á sama tíma í fyrra. Meðalspá Bloomberg hljóðaði upp á 76 senta hagnað á hlut.

Tekjur námu 11,6 milljörðum dala sem er 7,3% aukning á milli ára.

Batinn skýrist einkum af meiri eyðslu gesta og fleiri gesta sem komu í skemmtigörðum fyrirtækisins í Bandaríkjunum. Þeir virðast því ekki hafa látið hærra miðaverð látið á sig fá. Hagnaður skemmtigarðanna jókst um 15% á milli ára og nam 571 milljón á fjórðungnum. Þá gerðu kvikmyndir Disney það gott í bíóhúsum, þar á meðal barnamyndir á borð við Planes og Monters University og seldust vörur þeim tengdum vel. Á sama tíma skilaði kvikmyndin The Lone Ranger með hjartaknúsarann Johnny Depp í aðalhlutverki, tapi.