Borgarferðir hafa notið vaxandi vinsælda meðal landans og virðast einkum fleiri sækja til austur-evrópskra borga. Prag og Búdapest eru borgir sem löngum hafa verið vinsælir áfangastaðir en undanfarið hafa bæst við borgir á borð við Ljubljana, Kraká og Bratislava. Lágt verðlag og rík saga þessara borga virðist vera það sem laðar gesti að.

Af óformlegri könnun Viðskiptablaðsins um heimasíður ferðaskrifstofa að dæma virðast Heimsferðir einna helst bjóða upp á þessa áfangastaði og hefur úrvalið heldur vaxið á síðustu misserum. Þá hefur svæðið löngum verið vinsælt til svokallaðra bakpokaferðalaga og fjöldi ungs folks sem farið hafa héðan í slíka leiðangra.

„Við höfum boðið upp á Prag og Búdapest í um þrettán ár, alltaf að vori og hausti,“ segir Þyri Kristínardóttir,sölustjóri Heimsferða. „Við hefðum ekki getað haldið út Búdapest og Prag í öll þessi ár nema þetta væri vinsælt. Þær ferðir eru helgarferðir að vori og hausti og yfirleitt tvær til þrjár. Það fyllist alltaf,“ segir hún aðspurð um ásóknina.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð.