Brottfarir Íslendinga um Leifsstöð jukust úr 125.100 í 131.500 á milli ára á fyrstu fimm mánuðum ársins. Þetta er 5,1% fjölgun á milli ára.

Greining Íslandsbanka bendir á það í Morgunkorni sinu að alls hafi 31.500 Íslendingar farið utan í síðasta mánuði miðað við rúmlega 31.100 í sama mánuði í fyrra. Þetta segir greiningardeild vera annan mánuðinn í röð sem lítil breyting eigi sér stað á milli ára í utanlandsferðum Íslendinga og virðist því verulega vera að draga úr þeirri aukningu sem hafi átt sér stað allt frá því nóvember árið 2009.