Í hálfs árs uppgjöri Arion banka sem kynnt var í höfuðstöðvum hans í dag kemur meðal annars fram að bankinn hafi notið góðs af því að koma að tveimur stórum fjárfestingaverkefnum undanfarna mánuði. Um er að ræða verkefni á vegum United Silicon annars vegar og Silicor Materials hins vegar.

Að sögn Höskuldar Ólafssonar, bankastjóra Arion banka, stefnir bankinn á fleiri áhugaverð fjárfestingaverkefni á næstu misserum.

VB Sjónvarp ræddi við Höskuld.

Í nýjasta tölublaði Viðskiptablaðsins sem kom út í dag er fjallað ítarlega um uppgjör Arion banka, Landsbankans og Íslandsbanka. Áskrifendur geta nálgast pdf útgáfu af blaðinu með því að smella á hlekkinn Tölublöð .