125 þúsund manns flaug í millilandaflugi Icelandair í síðasta mánuði. Þetta er 15% aukning á milli ára í janúar, að því er fram kemur í flutningatölum frá Icelandair. Á sama tíma og framboð í millilandafluginu jókst um 15% var sætanýtingin 70,5% og jókst hún um 1,6 prósentustig á milli ára.

Í janúar voru farþegar í innanlands- og Grænlandsflugi 20 þúsund talsins og fækkaði þeim um 5%. Framboð í janúar var 7% lægra en í janúar á síðasta ári og sætanýting var 68,2% samanborið við 66,1% í janúar 2012. Seldir blokktímar í leiguflugi voru 8% færri en í janúar á síðasta ári. Fraktflutningar jukust um 7% á milli ára. Seldar gistinætur hjá Flugleiðahótelunum jukust um 10% á milli ára. Herbergjanýting var 51,4%, eða 4,8 prósentustigum hærri en í janúar 2013.