Í lok 2. ársfjórðungs í ár bjuggu 317.900 manns á Íslandi. Fjölgun frá fyrri ársfjórðungi var engin. Á höfuðborgarsvæðinu búa 201.300 manns. Þetta kemur fram í nýjum tölum Hagstofunnar um mannfjölda á Íslandi.

Þeir sem fluttu frá landinu voru 710 fleiri heldur en þeir sem fluttust til landsins. Íslendingar sem fluttust frá landinu voru 160 umfram þá sem fluttust til landsins. Erlendir ríkisborgarar sem fluttust frá landinu voru 550 fleiri en þeir sem fluttu til landsins.

Noregur vinsæll áfangastaður

Flestir þeirra Íslendinga sem fluttust frá landinu fóru til Noregs, alls 310 manns af 710 á ársfjóðrungnum. Flestir erlendir ríkisborgarar fluttust til Póllands, 520 manns af 1.000. Þá eru flestir aðfluttir erlendir ríkisborgarar á ársffjórðungnum frá Danmörku, eða 210 einstaklingar af 550