Fleiri fluttu hingað til lands en frá því á fjórða ársfjórðungi nýliðins árs. Einu sinni áður hefur það sést á einum ársfjórðungi frá hruni að fleiri flytji landsins en frá því.

Greining Íslandsbanka segir endurkomuna á síðasta ársfjórðungi og þróunina á árinu öllu á meðal merkja um bata íslenska hagkerfisins.

„Hér hefur líklega talsvert að segja [að] efnahagsþróun hefur verið hagfelld undanfarin misseri og bati hefur orðið á vinnumarkaði með fjölgun starfa og fækkun atvinnulausra.“

Þá segir ennfremur:

„Í fjögur ár samfellt eða frá bankahruni hefur verið nettó brottflutningur frá landinu en árið 2009 náðu þessir brottflutningar hámarki þegar 4.835 fleiri fluttu frá landinu en til þess. Núna virðist hinsvegar þessi þróun hafa snúist við samhliða því að hagkerfið hefur náð bata. Með þeim hagvexti sem hér er spáð á næstu árum ætti að fást staðfesting á því að viðsnúningur hafi orðið í þessum málum.“