Einhver breyting getur orðið á samsetningu fyrirtækjahópsins, sem sótt hefur um leyfi til olíuleitar á Drekasvæðinu, því heimild er fyrir því að umsækjendur geti tekið upp samstarf um leit sín á milli eða fá inn aðra aðila. Íslensk stjórnvöld munu þó þurfa að samþykkja fyrirtæki og félög sem koma inn í leitar- eða vinnsluferlið á síðari stigum.

Býður þetta upp á að fengnir verði undirverktakar í hluta rannsóknanna eða vinnslu gegn því að fá hlut í ágóðanum. Á hluta Drekasvæðisins hafa Norðmenn rétt á allt að 25% þátttöku í sérleyfum og hið sama gildir um Íslendinga Noregsmegin á svæðinu. Þá hefur íslenska ríkið rétt á að nýta allt að 25% hluta Norðmanna ef olía finnst þar, en tilraunaboranir munu hefjast þar á næsta ári.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast pdf útgáfu af  blaðinu undir liðnum Tölublöð hér að ofan.