Færri einkahlutafélög voru skráð í september síðastliðnum en í fyrra. Þau voru 124 í mánuðinum en 138 í september í fyrra. Nýskráningar voru flestar í fasteignaviðskiptum, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar.

Á fyrstu níu mánuðum ársins voru 1.432 fyrirtæki nýskráð. Til samanburðar voru þau 1.318 á sama tíma í fyrra og nemur aukningin 8,6%.

Á sama tíma voru 77 fyrirtæki tekin til gjaldþrotaskipta í september. Á fyrstu níu mánuðum ársins voru 669 fyrirtæki úrskurðuð gjaldþrota en það er 15,5% fækkun á milli ára þegar 792 fyrirtæki voru tekin til gjaldþrotaskipta. Flest gjaldþrot það sem af er árinu er í flokknum heild- og smásöluverslun, viðgerðir á vélknúnum ökutækjum. Þau voru 138 talsins.