Hæstiréttur dæmdi í síðasta mánuði í máli Brimborgar og Reykjavíkur og mun málið vera fordæmisgefandi.

Ellefu fyrirtæki vildu skila lóðum sínum til Reykjavíkurborgar. Fimm dómar hafa nú fallið í Hæstarétti þar sem Reykjavíkurborg er ekki skyldug til að taka við lóðunum en 6 fyrirtæki hafa beðið á hliðarlínunni. Kristbjörg Stephensen borgarlögmaður segir að þangað til annað komi í ljós sé lóðamálum sem þessum lokið.

Í síðasta dómsmálinu fékk Brimborg ekki að skila lóð sinni við Lækjarmel á Esjumelum til Reykjavíkurborgar. Brimborg greiddi lágmarksgatnagerðargjald árið 2006, 113 milljónir, en fór fram á endurgreiðslu árið 2008 og vildi þá skila lóðinni. Samtals hefði Reykjavíkurborg þurft að greiða fimm milljarða til einstaklinga og fyrirtækja vegna lóðaskila.

Nánar er fjallað um málið í Viðskiptablaðinu. Áskrifendur geta nálgast blaðið undir liðnum tölublöð hér að ofan .