Gjaldþrotum einkahlutafélaga fækkaði um 20% á milli ára í júní, samkvæmt upplýsingum Hagstofunnar . Fyrirtækin voru 837 talsins. Flest voru fyrirtækin í byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð eða 157 talsins.

Á móti gjaldþrotum fjölgaði nýskráningum einkahlutafélaga um 3% á milli ára í maí. Alls voru 1.929 ný félög skráð á tímabilinu. Flestar nýskráningar voru í fjármála- og vátryggingarstarfsemi eða 310 talsins.