*

miðvikudagur, 1. apríl 2020
Innlent 18. apríl 2017 17:24

Fleiri gætu bæst í hópinn

Björn Ingi Hrafnsson segir að möguleiki á því að fleiri hluthafar bætist við í eigendahóp Pressunnar.

Pétur Gunnarsson
Birgir Ísl. Gunnarsson

Björn Ingi Hrafnsson, annar stofnenda og fráfarandi stjórnarformaður Pressunnar, segir í samtali við Viðskiptablaðið að möguleiki sé á því að fleiri hluthafar bætist í hópinn. Fyrr í dag var tilkynnt um að hlutafé í Pressunni verði aukið um 300 milljónir króna.

Eins og áður hefur komið fram hættir Björn Ingi sem stjórnarformaður Pressunnar og við tekur Gunnlaugur Árnason, sem kemur til með að leiða stefnumótun samstæðunnar. Björn Ingi lítur á breytinguna eins og að útskrifa barnið sitt og hlutverk starf hans og meðstofnanda hans, Arnars Ægissonar, hafi verið að koma fyrirtækinu á laggirnar. Það hafi meira en tífaldast að stærð á stuttum tíma. 

Björn Ingi kveðst ánægður með nýja meðeigendur og telur kosti dreifðara eignarhalds talsverða. Fjölmiðlafyrirtækið hefur sótt talsvert í sig veðrið, bæði í gegnum innri vöxt og í gegnum yfirtökur á öðrum miðlum. Aðdragandinn að kaupunum voru nokkrir mánuðir þar sem rætt var við ýmsa aðila.

Endanlegur hluthafalisti mun ekki birtast strax, gengið verður frá skráningu hlutafjár á næstu dögum. Samkvæmt heimildum Viðskiptablaðsins er hlutafé Pressunnar eftir aukninguna og með kaupréttum metið á tæplega níu hundruð milljónir króna.